Neydd til að mæta í guðsþjónustu

mbl.is/AFP

Kona sem er íslamstrúar og var fangi í fangelsi í Ohio hefur höfðað mál á hendur fangelsinu en hún segir fangaverði hafa neytt hana til að taka þátt í kristilegri guðsþjónustu.

Hin 24 ára Sakeena Majeed segir fangavörð við Cuyahoga County Corrections Center hafa hótað að setja hana í einangrun þegar hún neitaði að mæta í hina vikulegu bænastund fangelsisins sem leidd er af presti. Þrátt fyrir að hafa mætt segist Majeed hafa verið ávítuð og að gert hafi verið lítið úr henni fyrir að taka ekki þátt í athöfninni.

„Það ætti að vera móðgandi fyrir hvern sem er, sama hver trú þín er,“ sagði lögmaður konunnar Matthew Besser í viðtali við The Guardian. „Ríkisstjórnin getur ekki sagt þér til hvaða guðs þú átt að biðja eða að biðja yfir höfuð.“

Talsmenn fangelsisins hafa neitað að tjá sig um málið.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert