Pútín: Enginn getur ógnað okkur

Pútín lagði áherslu á mikilvægi þess að Rússar svari þeim …
Pútín lagði áherslu á mikilvægi þess að Rússar svari þeim sem ógna sjálfstæði og stöðugleika landsins í sömu mynt. AFP

Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði í ræðu í dag að ekkert land gæti einangrað eða ógnað Rússlandi. „Það er hvorki hægt að ógna okkur né einangra. Enginn hefur nokkurn tíma getað það og enginn mun nokkurn tíma geta það,“ sagði Pútín í ræðunni.

Hann bætti við að Rússar þyrftu að vera búnir undir það að ganga í gegnum vissa erfiðleika en lagði samt sem áður áherslu á mikilvægi þess að Rússar svari þeim sem ógna sjálfstæði og stöðugleika landsins í sömu mynt.

Kemur ræðan í kjölfar aukinna viðskiptaþvingana Vesturlanda, en í vikunni bönnuðu stjórnvöld Bandaríkjanna og Evrópusambandsins öll viðskipti við Krímskaga. Rússar innlimuðu skagann í mars á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert