Jane Bown fallin frá

Sjálfsmynd sem Bown tók.
Sjálfsmynd sem Bown tók. mynd/Jane Bown

Ljósmyndarinn Jane Bown er látin, 89 ára að aldri. Bown var þekkt fyrir portrettljósmyndir sínar af frægum einstaklingum á borð við Elísabetu Bretlandsdrottningu, Bítlunum og Samuel Beckett.

Bown hóf störf hjá dagblaðinu Observer árið 1949 en þar vann hún í rúmlega hálfa öld. Ritstjóri blaðsins, John Mulholland, segir að Bown sé hluti af „erfðaefni Observer“ auk þess sem hún hafi haft mikil áhrif á breska listasögu. Nokkrar ljósmyndir Bowns eru í varðveislu National Portrait Gallery í London, að því er segir á vef BBC.

Bown mætti á skrifstofur dagblaðsins í síðasta sinn í ágúst sl., en hún var þá orðin of veikburða til að taka ljósmyndir.

„Samstarfsfélagar hennar unnu henni og lesendur okkar dáðu hana. Við munu sakna hennar mjög mikið,“ sagði Mulholland. 

Hér má sjá ljósmyndir sem Bown tók í gegnum tíðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert