Ók vísvitandi á vegfarendur

Ellefu slösuðust, þar af tveir alvarlega, eftir að ökumaður ók vísvitandi á gangandi vegfarendur í frönsku borginni Dijon. Ökumaðurinn hrópaði á arabísku: „Guð er almáttugur“.

Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins, að lögreglan hafi handtekið ökumanninn.

Þá segir, að maðurinn eigi við geðræn vandamál að stríða og hefur hann verið lagður inn á geðsjúkrahús.

Í gær skutu franskir lögreglumenn karlmann til bana sem réðist á þá vopnaður hnífi. Hann hrópaði einnig: „Guð er almáttugur“.

Franskur lögreglumaður á ferð. Mynd úr safni.
Franskur lögreglumaður á ferð. Mynd úr safni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert