Dæmd til dauða fyrir dópsmygl

AFP

Taílensk kona var dæmd til dauða í dag eftir að hafa verið fundin sek um smygl á eiturlyfjum í Malasíu.

Duangchit Khonthokhonbari, 33 ára, sem hafði unnið sem húshjálp í Malasíu var stöðvuð með 2,81 kíló af metamfetamíni á flugvellinum í Kuala Lumpur í mars í fyrra. Fastlega er gert ráð fyrir að dómnum verði áfrýjað.

Allir þeir sem eru teknir með meira en 50 grömm af metamfetamíni í Malasíu eiga yfir höfði sér dauðarefsingu.

Fyrir helgi var áströlsk fjögurra barna móðir, Maria Elvira Pinto Exposto, ákærð fyrir eiturlyfjasmygl en hún var tekin á flugvellinum í Kuala Lumpur fyrr í mánuðinum með eitt og hálft kíló af metamfetamíni. Lögmenn hennar halda því fram að hún hafi verið göbbuð til þess að taka með sér fataböggul af ókunnugum manni í Sjanghaí. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert