„Sjáið hvað ég ætla að gera“

„Sjáið hvað ég ætla að gera,“ sagði Ismaaiyl Brinsley við vegfarendur í New York áður en hann tók upp byssu og skaut tvo lögreglumenn til bana á laugardag. Lögreglumennirnir voru við eftirlit og sátu í bíl sínum er morðin voru framin.

Lögreglustjórinn sem sér um rannsókn málsins segir að Brinsley hafi hvatt fólk til að fylgja sér á Instagram áður en hann varaði fólk við því sem hann ætlaði að gera.

Brinsley lét í ljós hatur sitt á lögreglunni í færslum á Instagram. Í einni færslunni hótar hann aðgerðum vegna dauða Erics Garner, en hann var svartur og óvopnaður er lögreglan réðst á hann, tók hann hálstaki með þeim afleiðingum að hann lést.

Fjölskylda Garners fordæmir morð Brinsleys. Móðir Garners sagðist í gær full sorgar vegna dauða lögreglumannanna.

„Við viljum ekki að nafn Erics verði tengt ofbeldi því þannig erum við ekki,“ sagði móðir hans.

Lögreglumennirnir sem létust hétu Liu Wenjin Raphael Ramos. Þeir voru 32 og 40 ára gamlir. Brinsley skaut þá í höfuðið og hljóp að því loknu inn á lestarstöð þar sem hann skaut sjálfan sig í höfuðið.

Brinsley var með langa sakaskrá. Hann skaut m.a. kærustu sína í Baltimore og særði alvarlega. Móðir hans segir að hann þjáist af geðsjúkdómi en hafi aldrei fengið greiningu eða meðferð við honum.

Fréttir mbl.is:

„Ég set vængi á svínin í dag“

Sorg ríkir í New York

Lýsa morðinu sem aftöku

Hataði lögreglumenn

Tveir lögreglumenn drepnir í New York

Lögreglumannanna Wenjian Liu og Rafael Ramos minnst í New York.
Lögreglumannanna Wenjian Liu og Rafael Ramos minnst í New York. AFP
Frá New York.
Frá New York. AFP
Lögreglumannanna minnst.
Lögreglumannanna minnst. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert