Spánarprinsessa ákærð fyrir skattsvik

AFP

Cristina, Spánarprinsessa og systir Spánarkonungs, hefur verið ákærð fyrir skattsvik tengd viðskiptum eiginmanns hennar, Inaki Urdangarin, hertogans af Palma á Mallorka.

Eiginmaður hennar er sakaður um að hafa dregið sér fé úr opinberum sjóðum ásamt viðskiptafélögum sínum. Þau neita sök en saksóknarar segja að íþróttastofnun Urdangarins hafi dregið að sér 5,6 milljónir evra.

Cristina prinsessa, sem er yngsta dóttir Jóhanns Karls fyrrverandi konungs og systir Felipe Vi konungs, er sökuð um skattsvik með eiginmanni sínum á árunum 2007 og 2008.

Crist­ina er fyrst kon­ungs­bor­inna Spán­verja til þess að þurfa að svara til saka í saka­máli.

Dómari á Mallorka, José Castro, hefur rannsakað ásakanirnar frá árinu 2010. 

Dómarinn er að rannsaka ásakanir um að Urdangarin og fyrrverandi viðskiptafélagi hans hafi dregið að sér fé í tengslum við góðgerðarstofnun sem hann stjórnaði. Christine prinsessa var í stjórn stofnunarinnar og þau hjónin áttu einnig saman fyrirtækið Aizoon, sem þau eru grunuð um að hafa notað til peningaþvættis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert