Dæmdur fyrir morð á hollenskum mæðgum

Dómari í Kambódíu dæmdi í dag heimilislausan mann í 13 ára fangelsi í dag fyrir að hafa stungið hollenska konu til bana og unga dóttur hennar er hann braust inn á heimili þeirra í Phnom Penh.

Daphna Beerdsen, 31 árs, starfaði hjá Sameinuðu þjóðunum í Kambodíu en lík hennar fannst á heimili þeirra í apríl. Tveggja ára gömul dóttir hennar lést á sjúkrahúsi viku síðar af völdum áverka sem hún var með. Tveimur dögum eftir árásina var Chea Phin, 35 ára, handtekinn og játaði hann. Þegar dómurinn var kveðinn upp í dag sagðist hann vera sáttur og hann myndi ekki áfrýja.

Hann segist hafa ráðist á þær mæðgur er hann hafði brotist inn heima hjá þeim og reyndi að stela reiðhjóli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert