Faðir mannsins kallar eftir miskunn

Myndir af gíslinum sem birtust á Facebook.
Myndir af gíslinum sem birtust á Facebook. AFP

Her Jórdaníu hefur nú staðfest að einn flugmaður þeirra sé nú gísl Ríki íslams. Talið er að samtökin hafi skotið niður orrustuþotu sem maðurinn flaug og handsömuðu hann í kjölfarið.

Samkvæmt yfirlýsingu frá hernum var maðurinn í verkefni ásamt nokkrum öðrum flugmönnum á svæðinu í kringum Raqqa í Sýrlandi. Talsmaður hersins vildi ekki segja af hverju þotan hrapaði. 

Ríki íslams birti myndir af gíslinum og sýndi skírteini hans sem sýnir að hann sé 26 ára og heiti Maaz al-Kassasbeh.

Faðir hans, Youssef hefur nú tjáð sig við jórdanska fjölmiðla og segist óska að fjölskyldan hafi verið látin vita af gíslatökunni. Hefur honum nú verið sagt að herinn sé að vinna að því að bjarga lífi sonar hans og að konungur landsins Abdullah II, fylgist með gangi mála. 

„Annar sonur minn hitti yfirmann í flughernum sem staðfesti að sonur minn Maaz væri í haldi Ríki íslams,“ sagði hann og kallaði eftir því að skæruliðarnir sýni „miskunn og frelsi son minn“. 

Að sögn Youssef hefur Maaz verið í flughernum í sex ár. 

Flugmaður í haldi hryðjuverkamanna

AFP
Við brak flugvélarinnar.
Við brak flugvélarinnar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert