Jórdanska vélin var ekki skotin niður

AFP

Bandarísk yfirvöld segja ekkert hæft í því að liðsmenn Ríki íslams hafi skotið niður jórdanska orrustuþotu, F-16, sem var á flugi ásamt þotum Bandaríkjahers í austurhluta Sýrlands.

Segir í tilkynningu frá Bandaríkjaher að gögn sanni að þotan hafi ekki verið skotin niður af Ríki íslams líkt og samtökin hafa haldið fram.

Ekkert hefur hins vegar verið upplýst um það hvers vegna flugvélin brotlenti. Bandaríkjaher hefur hins vegar staðfest að flugmaðurinn hafi verið tekinn höndum af liðsmönnum Ríki íslams í morgun.

Frá Damaskus í kvöld þar sem kristnir komu saman í …
Frá Damaskus í kvöld þar sem kristnir komu saman í messu AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert