Lögreglumaður skaut þeldökkan mann

Lögregla skaut til bana þeldökkan unglingsdreng í St. Louis í Missouri í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Lögregla heldur því fram að unglingurinn hafi beint að lögreglumanni skammbyssu í bæ nálægt Ferguson en þar urðu ofbeldisfull mótmælti í kjölfar þess að lögreglumaður skaut óvopnaðan ungling til bana í ágúst. 

Í yfirlýsingu frá lögreglu kemur fram að lögreglumaðurinn hafi skotið unglinginn nokkrum sinnum eftir að „maðurinn tók upp skammbyssu og beindi henni að lögreglumanninum“.

Atvikið átti sér stað á bensínstöð seint í gærkvöldi þar sem að lögreglumaðurinn sinnti reglubundnu eftirliti. Talsmaður lögreglunnar Brian Schellman segir að lögreglumaðurinn hefði farið út úr bíl sínum og farið að tveimur ungum karlmönnum við bensínstöðina. Þá dró annar þeirra upp vopnið. 

„Hann óttaðist um líf sitt og skaut nokkrum skotum og hitti fórnarlambið og særði hann lífshættulega,“ sagði Schellman. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er málið nú í rannsókn. 

Sjónvarpsstöð á svæðinu, KMOV, sagði frá því að reiður múgur hefði safnast saman við bensínstöðina og beint orðum sínum að lögreglu. Á fólkið að hafa öskrað og veifað höndum. 

Samkvæmt frétt The Guardian var maðurinn átján ára gamall og hét Antonio Martin. Samkvæmt vitnum á staðnum hefur lögregla notast við piparúða sem svarað var með steinakasti. Á samfélagsmiðlum hefur komið fram að atvikið hafi náðst á eftirlitsmyndavél. 

Fjölmargir á staðnum hafa birt myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum.

Hér má sjá lögrelgu og mótmælendur við bensínstöðina í nótt.
Hér má sjá lögrelgu og mótmælendur við bensínstöðina í nótt. Skjáskot af Twitter
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert