Stal bifreið í eigu danska hersins

Wikipedia/Heb

Karlmaður sem danska lögreglan skaut til bana á sunnudaginn í bænum Høng á Sjálandi var 23 ára gamall og hafði lögreglan áður veitt honum eftirför þar sem hann ók um á stolinni bifreið í eigu danska hersins. Málið er til rannsóknar hjá innra eftirliti lögreglunnar.

Fram kemur á fréttavefnum Thelocal.dk að maðurinn hafi meðal annars ekið á þrjár aðrar bifreiðar á meðan lögreglan veitti honum eftirför. Þegar hann gerði sig síðan líklegan til þess að aka á lögreglumann skaut lögreglumaðurinn hann til bana.

Þegar innra eftirlit lögreglunnar hefur lokið rannsókn sinni ákveður ríkissaksóknari Danmerkur hvort ástæða sé til að leggja fram ákæru vegna málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert