Aflýsa friðarviðræðum án skýringa

Frá Krímskaga.
Frá Krímskaga. AFP

Friðarviðræðum milli ríkisstjórnar Úkraínu og uppreisnarmanna sem hliðhollir eru Rússlandi sem áttu að fara fram í dag hefur verið aflýst án frekari útskýringa.

Viðræðurnar hófust á miðvikudaginn en vonir stóðu til að hægt væri að binda enda á deilurnar í austurhluta Úkraínu.

Í dag átti meðal annars að ræða hvort hugsanlega eigi að flytja vopn sem notuð hafa verið í Úkraínu aftur frá landinu og fangaskipti.

Umfjöllun BBC. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert