„Bestu jól sem ég hef upplifað“

Barninu lá á að koma í heiminn. Úr safni.
Barninu lá á að koma í heiminn. Úr safni. AFP

„Þetta gerðist svo hratt en þetta var ótrúlegt [....] Þetta eru bestu jól sem ég hef upplifað,“ segir lögreglumaður í Fíladelfíu í Bandaríkjunum sem þurfti óvænt að taka á móti barni sem ákvað að koma í heiminn í lest á jóladag. Barnið hefur verið kallað „jólabarnið“.

Vatnið fór hjá móðurinn þegar hún var stödd í lestinni og fór hún að hafa fæðingahríðir. Kallað var eftir aðstoð og fóru tveir lögreglumenn á vettvang. 

Þeir aðstoðuðu konuna við fæðinguna og ljósmynd var tekin af starfsmanni lestarkerfisins bera barnið út úr lestinni, en búið var að reyrar barnið í föt. 

Lögreglumaðurinn Daniel Caban sagði í samtali við bandaríska fjölmiðla að hann hefði vonast til að eiga rólegan dag á vaktinni, en hann viðurkennir að fæðingin hefði komið ánægjulega á óvart. 

„Ég baðst fyrir og vonaði að sjúkraflutningamennirnir kæmu til að taka við,“ sagði hann í samtali við NBC. 

„Þetta var blessun nú um hátíðirnar, sannkallað jólabar,“ bætti hann við.

Félagi Cabans, Darrell James, tekur í svipaðan streng. „Þetta gerðist svo hratt, móðirin vildi halda á barninu, faðirinn rétti fram skyrtuna sína til að halda barninu heitu,“ sagði James.

„Þetta eru bestu jól sem ég hef upplifað,“ bætti James við.

Móðir og barn voru fluttu á sjúkrahús og er líðan þeirra góð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert