Farandverkamennirnir fyrir dóm

Hannah Witheridge og David Miller voru myrt í Taílandi í …
Hannah Witheridge og David Miller voru myrt í Taílandi í september. AFP

Réttarhöldum yfir tveimur karlmönnum frá Búrma, sem meðal annars eru ákærðir fyrir að hafa myrt tvo ferðamenn frá Bretlandi á eyjunni Koh Hao í september, hefur verið flýtt.Þau áttu að hefjast í febrúar en hófust í dag. 

Mennirnir eru báðir 21 árs. Þeir eru sakaðir um að bera ábyrgð á dauða Hönnuh Witheridge og David Miller. Mennirnir játuðu morðin en drógu síðar játningar sínar til baka og sögðust hafa verið pyntaðir við yfirheyrslur í málinu.

Mennirnir eru báðir farandverkamenn og gætu hlotið dauðarefsingu, verði þeir fundnir sekir. Þeir eru meðal annars ákærðir fyrir morð, nauðgun og hafa dvalið ólöglega í Taílandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert