Grunaðir um að hafa stungið asna

Cheeky hlaut sextán stungusár. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Cheeky hlaut sextán stungusár. Myndin tengist fréttinni ekki beint. AFP

Tveir sautján ára breskir unglingsdrengir eru grunaðir um að hafa stungið þjóðþekkta asnann Cheeky tólf sinnum í nóvember síðastliðnum. Þeir voru handteknir á aðfangadagskvöld en látnir lausir gegn tryggingu.

Asninn, sem er í uppáhaldi hjá mörgum börnum, lifði af en gat ekki tekið þátt í árlegri jólasýningu. Dýrið er 22 ára gamalt og hlaut það sextán stungusár, meðal annars á kvið og hálsi.

Umfjöllun Telegraph

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert