Nú var von á flóðbylgju

Börn frá Sri Lanka ganga eftir strönd.
Börn frá Sri Lanka ganga eftir strönd. AFP

Hjónin Tom og Arlene Stuip sátu á svölum hótels í Khao Lak í Taílandi annan dag jóla árið 2004. Þau borðuðu morgunmat og horfðu yfir sundlaugina, ströndina og hafið. Tom tók eftir því að þjónarnir horfðu allir í átt til sjávar og bentu.

Eitthvað var eins og það átti ekki að vera. Tom leið illa, hann hafði aldrei séð sjóinn hegða sér á þennan hátt. Skyndilega áttaði hann sig, áður höfðu borist fréttir af jarðskjálfta og nú var von á flóðbylgju.

Hann greip í hönd eiginkonu sinnar og öskraði: Hlauptu! Á sama augnabliki sáu hjónin háan vegg af vatni skella á ströndinni af miklum krafti.

Fleiri en 200 þúsund létu lífið

Í dag eru tíu ár liðin frá hamförunum í Indlandshafi, þegar flóðbylgja reið yfir Indónesíu, Sri Lanka, Indland, Taíland, Mjanmar, Malasíu, Bangladesh og Maldív-eyju.

Fleiri en 200 þúsund manns létu lífið í hamförunum og verða minningarathafnir haldnar víða í dag. Það var skjálfti af stærðinni 9,1 sem hratt flóðbylgjunni af stað.

Tom og Arlene Stuip eru meðal þeirra sem lifðu af. Þau rifja upp harmleikinn í viðtali við BBC, Breska ríkisútvarpið.

Þurfti að velja á milli barnanna

Misstu maka sína og ákváðu að giftast

Taílensk börn henda rósum í sjóinn.
Taílensk börn henda rósum í sjóinn. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert