Ekki ákærð fyrir mótmælin

Yfirvöld í Páfagarði fyrirskipuðu í dag að úkraínsk kona sem er liðsmaður samtakanna Femen yrði látin laus en hún hrifsaði til sín Jesústyttu á Péturstorginu í Páfagarði á jóladag.

Iana Azhdanova var handtekin eftir að hafa mótmælt ber að ofan á Péturstorginu og stolið styttunni.

Í stað þess að ákæra hana fyrir þjófnað og fyrir að trufla friðinn í Páfagarði ákváðu yfirvöld þar að láta hana lausa. Henni er hins vegar meinað að koma aftur inn í Páfagarð og í kaþólskar kirkjur annars staðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert