Leiðtogi íslamista gefst upp

Liðsmenn íslömsku öfgasamtakanna Shebab í Sómalíu.
Liðsmenn íslömsku öfgasamtakanna Shebab í Sómalíu. AFP

Einn leiðtogi íslömsku öfgasamtakanna Shebab í Sómalíu hefur gefið sig fram. Þremur milljónum króna hafði verið heitið til höfuðs honum. Talið er að hann hafi gefist upp eftir að hafa fallið úr náðinni hjá þeim sem stóðu næst Ahmed Abdi Godane, æðsta leiðtoga samtakanna.

Zakariya Ismail Ahmed Hersi er sagður hafa gefið sig fram við lögregluna í Gedo-héraði. Þetta hefur AP-fréttastofan eftir ónefndum sómölskum leyniþjónustumanni. Hann var einn átta æðstu leiðtoga Shebab-samtakanna sem ríkisstjórn Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, lagði 33 milljónir dollara til höfuð árið 2012.

Shebab hafa staðið fyrir fjölda hryðjuverkaárása í Sómalíu og í nágrannalöndum eins og Kenía. Nú síðast réðust liðsmenn samtakanna á bækistöðvar Afríkubandalagsins í Mógadisjú á jóladag. Níu manns féllu, þar af þrír hermenn Afríkubandalagsins. Árásin var sögð gerð til að hefna fyrir víg Godane í september.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert