Þúsundir ökumanna í vanda vegna snjókomu

Mikil snjókoma í frönsku Ölpunum varð þess valdandi að ökumenn 15 þúsund bifreiða sátu fastir í dag. Þurfti fyrir vikið að koma upp neyðarskýlum fyrir þá í tólf bæjum og hvetja aðra ferðalanga að halda sig heima fyrir.

Fram kemur í frétt AFP að snjókoman hafoi hafist þegar fjöldi ferðamanna voru á leið í frönsku Alpana til þess að fara á skíði í Savoie-héraði í suðausturhluta Frakklands. Snjókoman varð þess einnig valdandi að 27 ára karlmaður lét lífið þegar bifreið hans rann til á fjallvegi og féll ofan í gljúfur.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert