Bush líklega útskrifaður bráðlega

George H. W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna.
George H. W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AFP

George H. W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, verður á sjúkrahúsi yfir helgina í kjölfar þess að hann fann fyrir öndunarerfiðleikum en verður að öllum líkindum útskrifaður bráðlega. Þetta er haft eftir talsmanni forsetans fyrrverandi sem er faðir George W. Bush sem síðar tók við forsetaembættinu.

Bush eldri er níræður að aldri en hann var fluttur á sjúkrahús í Houston í Texas-ríki í Bandaríkjunum á þriðjudaginn. Fjölskyldumeðlimir hans heimsóttu hann á jóladag og talsmaður hans segir að forsetinn fyrrverandi sé á batavegi. Hann var forseti Bandaríkjanna 1989 til 1993. 

Frétt mbl.is: Bush eldri á sjúkrahúsi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert