Lýsti minnisvarða sem „ruslahaug“

Lögreglan í Ferguson hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði.
Lögreglan í Ferguson hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði. AFP

Talsmaður lögreglunnar í bænum Ferguson í Missouri hefur verið sendur í leyfi eftir að hann lýsti minnisvarða um Michael Brown sem „ruslahaug“. Fulltrúar bæjarins segja orð hans ekki endurspegla afstöðu lögreglunnar.

Minnisvarðinn um Michael Brown, táninginn sem hvítur lögreglumaður skaut til bana í ágúst, var skemmdur í síðustu viku en svo virðist sem bíl hafi verið ekið á hann. Talsmaður lögreglunnar er sagður hafa lýst minnisvarðanum sem „ruslahaug“.

Embættismenn bæjarins segja talsmanninn í fyrstu hafa neitað að hafa látið ummælin falla. Hann hafi síðar viðurkennt að það hafi ekki verið sannleikanum samkvæmt. Því var hann sendur í launalaust leyfi og þarf hann að koma fyrir aganefnd lögreglunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert