Hafa tekið 86 manns af lífi á árinu

Frá Sádi Arabíu.
Frá Sádi Arabíu. AFP

Karlmaður var tekinn af lífi í dag í Sádi Arabíu fyrir að stinga ættingja sinn til bana. Maðurinn var hálshöggvinn.

Fram kemur í frétt AFP að maðurinn hafi myrt ættingja sinn, annan karlmann, eftir að þeir lentu í slagsmálum. Er þar vísað í yfirlýsingu frá innanríkisráðuneyti Sádi Arabíu. Með aftöku hans hefur 86 manns verið teknir af lífi í landinu á þessu ári.

Nauðganir, morð, guðlast og vopnuð ráð eru á meðal þess sem refsað er fyrir með dauða í Sádi Arabíu í samræmi við svonefnd sjaría-lög.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert