Vélin líklega sokkin

Áætlað er að flugvél Air Asia hafi hrapað í Java-haf …
Áætlað er að flugvél Air Asia hafi hrapað í Java-haf á milli Indónesíu og Singapúr. AFP

Líkur eru taldar á því að indónesíska flugvélin sem týndist á sunnudagsmorgun sé sokkin, en engin ummerki hafa fundist um hana hingað til. Þetta er haft eftir yfirmanni indónesískra leitar- og björgunarmála, Bambang Soelistyo.

Vélin var í eigu flugfélagsins AirAsia, en á vef BBC er sagt frá því að leitarfólk hafi fyrst í nótt komist á þann stað þar sem gert var ráð fyrir að vélin hafi farið niður í Java-hafi.

„Miðað við staðsetningu sem okkur hefur verið gefn og að mögulegur brotlendingastaður sé á hafi, þá er tilgátan sú að vélin sé á hafsbotni,“ sagði Soelistyo á fréttamannafundi í nótt.

Flugvélin, sem er af gerðinni Airbus A320-200, hvarf á sunnudagsmorgun, en hún var á leið frá Indónesíu til Singapúr. Flugmaður vélarinnar hafði nýlega gefið út ða hann ætlaði að hækka flugið vegna óveðurs sem væri fram undan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert