Fjórir fundust látnir á skipi

Fólkinu á skipinu var bjargað fyrr í dag.
Fólkinu á skipinu var bjargað fyrr í dag. AFP

Að minnsta kosti fjórir hafa fundist látnir á flutningaskipinu Blue Sky M sem fannst rekið í hafinu í kringum Grikkland í dag. Um 900 ólöglegir innflytjendur voru um borð í skipinu samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum.

Skipið hafði verið yfirgefið af áhöfninni og skilið eftir á sjálfsstýringu. Ítalska landhelgisgæslan kom farþegunum þó til bjargar eftir að hafa fengið neyðarkall frá skipinu. Björgunaraðilar sigu úr þyrlum niður í skipið og sigldu því svo til hafnar í Gallipoli.

Talið er að innflytjendurnir séu flestir Sýrlendingar eða Kúrdar, en þeir hafa nú verið fluttir í skóla og íþróttahús á svæðinu. Þrjátíu og fimm þeirra voru fluttir á sjúkrahús vegna ofkælingar.

Lögregla rannsakar nú hvernig fólkinu tókst að komast um borð í skipið óséð.

Flutningaskipið Blue Sky M.
Flutningaskipið Blue Sky M. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert