Ekki einn sá hættulegasti lengur

Abu Anas Al-Liby.
Abu Anas Al-Liby. HO

Lykilmaður í al-Kaída hryðjuverkasamtökunum sem talinn var einn hættulegasti hryðjuverkamaður í heimi lést í gær, fáeinum dögum áður en réttarhöld yfir honum áttu að hefjast í New York vegna aðildar hans að hryðjuverkaárásum á sendiráð Bandaríkjanna í Afríku árið 1998.

Abu Anas al-Libi var handtekinn af bandarískum sérsveitarmönnum í Trípólí, höfuðborg Líbíu, í október 2013, en alríkislögreglan FBI setti á sínum tíma 5 milljónir Bandaríkjadala til höfuðs Libi. Í árásunum á sendiráð Bandaríkjanna í Keníu og Tansaníu árið 1998 létust 244 og meira en fimm þúsund manns særðust.

Libi sem var fimmtugur lést á sjúkrahúsi í New York í gær en hann glímdi við krabbamein í lifur og hafði ástandi hans hrakað mikið síðustu mánuði. Í október kom hann fyrir dómara og var þá fölur og frár. Hann neitaði að hafa haft nokkuð með árásirnar að gera.

Frétt mbl.is: Talinn einn sá hættulegasti

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert