Konungsfjölskyldan nafngreinir stúlkuna

Andrés prins.
Andrés prins. AFP

Andrés prins þvertók í gærkvöldi fyrir að hafa stundað kynmök með stúlku sem sakar hann um nauðgun. Konungsfjölskyldan nafngreinir stúlkuna í yfirlýsingu sinni. Þetta kemur fram í frétt The Telegraph.

Stúlkan, sem heitir Virginia Roberts, sakar hann um að hafa misnotað sig kynferðislega þegar hún var 17 ára gömul. Talsmaður konungsfjölskyldunnar sagði að „því væri algjörlega neitað að hans hátign hertoginn af York [Andrés] hefði haft nokkurt samneyti við Virginíu Roberts. Ásakanirnar eru ósannar og eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum“.

Andrés prins er bróðir Karls Bretaprins og sonur Elísabetar drottningar. Dætur hans eru prinsessurnar Beatrice og Eugenie. Hann var áður giftur Söru Ferguson en þau skildu árið 1996.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert