Taka á móti þrettán þúsund flóttamönnum

AFP

Yfirvöld í Kanada hafa samþykkt að taka á móti tíu þúsund flóttamönnum frá Sýrlandi og þrjú þúsund flóttamönnum frá Írak á næstu þremur árum. Ákvörðunin eru viðbröð við beiðni Sameinuðu þjóðanna um aðstoð.  

Kanada hefur tekið á móti 20 þúsund flóttamönnum frá Írak frá árinu 2009. Þá hafa rúmlega eitt þúsund sýrlenskir flóttamenn komið til landsins frá því að átök hófust í Sýrlandi árið 2011.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert