Drógu umdeilt fóstureyðingarfrumvarp til baka

Stuðningsmaður fóstureyðinga var handtekinn fyrir að standa í vegi fyrir …
Stuðningsmaður fóstureyðinga var handtekinn fyrir að standa í vegi fyrir göngu andstæðinga þeirra í Washington í dag. AFP

Repúblikanar í fulltrúardeild Bandaríkjaþings drógu til baka frumvarp sem hefði bannað flestar fóstureyðingar eftir 20. viku meðgöngu eftir uppreisn kvenna í flokknum gegn því. Þess í stað samþykktu þingmenn flokksins frumvarp sem bannar opinberar niðurgreiðslur á fóstureyðingum.

Frumvarpið hefur vakið mikinn úlfaþyt vestanhafs en konur í Repúblikanaflokknum höfðu bent á að upphaflega frumvarpið gerði ekki nóg til að tryggja rétt fórnarlamba nauðgana til að fara í fóstureyðingu. 

Repúblikanaflokkurinn hefur sætt gagnrýni fyrir afstöðu sína til réttinda kvenna, þar á meðal hvað varðar réttinn til fóstureyðinga. Afdrif frumvarpsins nú þykja gefa vísbendingu um einhverja stefnubreytingu í málaflokknum innan flokksins. Sömu konur og stöðvuðu framgang þess nú kusu með sambærilegu frumvarpi í fulltrúadeildinni árið 2013.

Frétt The Washington Post af frumvarpi repúblikana um bann við fóstureyðingum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert