Sendir naktir út að hlaupa í frosti

Norskur herlögreglumaður.
Norskur herlögreglumaður. Wikipedia

Rannsókn er hafin á því hjá norsku herlögreglunni hvers vegna sex nýliðar í norska hernum voru sendir naktir út að hlaupa í 20 gráðu frosti. Hermönnunum var gefin fyrirskipun þess eðlis á mánudagsmorguninn í herstöðinni Setermoen í Norður-Noregi.

Fram kemur á fréttavefnum Thelocal.no að nýliðunum hafi ekki verið heimilt að klæðast skóm og hafi þeir allir þurft að gangast undir læknishendur að hlaupunum loknum með kalsár. Haft er eftir talsmanni norska hersins, Aleksander Jankov, að svona lagað ætti ekki að gera gerst. Málið væri litið alvarlegum augum og reynt yrði að komast til botns í því hvernig þetta hafi atvikast. Líklegt væri að aðrir hermenn bæru ábyrgðina í þeim efnum.

Spurður hvaða afleiðingar málið gæti haft sagði Jankov að almennt séð þýddi slík hegðun að viðkomandi yrði rekinn úr hernum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert