Sprengdu upp fólk við bænir

Sýrlenskir menn bera fórnarlömb loftárása stjórnarhersins í bænum Douma 21. …
Sýrlenskir menn bera fórnarlömb loftárása stjórnarhersins í bænum Douma 21. janúar. AFP

32 óbreyttir borgarar létust í loftárásum stjórnarhers Sýrlands á þorp austan við Damaskus í Sýrlandi í dag. Mannréttindasamtök hafa fordæmt árásirnar og kallað þær fjöldamorð.

Ráðist var á þorpið Hammuriyeh sem á að vera undir stjórn uppreisnarmanna. 

Samkvæmt upplýsingum frá mannréttindasamtökunum The Syrian Observatory for Human Rights voru meðal þeirra sem létust sex börn. 

„Tala látinna gæti hækkað, en fjölmargir eru alvarlega slasaðir,“ kom fram í yfirlýsingu samtakanna. 

Ein sprengjan hæfði torg í þorpinu þar sem fólk hafði safnast saman til bænastundar. 

Stjórnarher Sýrlands hóf loftárásir á þá staði í Sýrlandi þar sem  uppreisnarmenn ráða ríkjum árið 2012. Mannréttindasamtök hafa harðlega gagnrýnt stjórnvöld fyrir árásir þar sem ekki tekst að aðskilja óbreytta borgara og skotmörk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert