Annar japönsku gíslanna mögulega látinn

Fréttaflutningur af gíslatökunni á skjá í Tókýó.
Fréttaflutningur af gíslatökunni á skjá í Tókýó. AFP

Fregnir herma að ríkisstjórn Japans athugi nú hvort annar japönsku gíslanna tveggja sem hafa verið í haldi Ríkis íslams hafi verið myrtur.

Birt hefur verið myndband af öðrum gíslanna, blaðamanninum Kenju Goto Jogo, þar sem hann segir að hinn gíslinn, Haruna Yukawa, hafi verið myrtur.

Sky-fréttastofan greinir frá þessu og segir þar að boðað hefur verið til neyðarfundar hjá ríkisstjórn landsins vegna málsins.

72 klukkustunda tímaramminn sem IS hafði gefið japönskum stjórnvöldum til þess að borga 200 milljóna dala lausnargjald fyrir gíslana tvo rann út í gærmorgun.

Talsmaður ríkisstjórnarinnar í Japan segir að morðið, að því virðist, framið af einkarekna hernum sé „svívirðilegt og óásættanlegt“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert