Ríki íslams staðfestir aftökuna

Gíslarnir Kenji Goto til vinstri og Haruna Yukawa hægramegin.
Gíslarnir Kenji Goto til vinstri og Haruna Yukawa hægramegin. AFP

Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams staðfestu í dag að hafa tekið Haruna Yukawa, annan tveggja Japana sem þau hafa haft í gíslingu, af lífi. Myndband af aftökunni hafði áður verið birt en samtökin höfðu ekki áður staðfest að aftakan hefði farið fram.

Fram kemur í fréttinni að Ríki íslams vilji að kona að nafni Sajida al-Rishawi verði leyst úr haldi í Jórdaníu. Að öðrum kosti verði hinn gíslinn tekinn af lífi. Hún er íraskur ríkisborgari og hefur verið dæmd til dauða fyrir aðkomu sína að sprengjuárásum á hótel í Amman höfuðborg Jórdaníu árið 2005 sem kostuðu 60 manns lífið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert