Dáir Che Guevara og sleppir bindinu

Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands.
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands. AFP

Alexis Tsipras, leiðtogi vinstriflokksins Syriza sem fór með sigur af hólmi í þingkosningunum í Grikklandi í gær, verður yngsti forsætisráðherra landsins í rúmlega 150 ár. Hann er fertugur og verður hann einnig fyrsti forsætisráðherrann sem tilheyrir vinstriflokki. Hann sór embættiseið eftir hádegi í dag. 

Syriza vann stórsigur og var einungis tveimur sætum frá hreinum meirihluta á 300 manna þjóðþingi Grikkja. Flokkurinn hefur mynda meirihluta með Sjálfstæðum Grikkjum. 

Hann lét til sín taka á unglingsárunum og stjórnaði meðal annars setuverkfalli í skóla árið 1990, þá sautján ára gamall. „Við viljum hafa rétt á að ákveða sjálf hvort við sleppum því að mæta í kennslustundir,“ sagði hann í samtali við sjónvarpsstöð í Grikklandi.

Tsipras er verkfræðingur og fæddist í úthverfi í Aþenu árið 1974. Hann á tvö börn og dáir Che Guevara. Hann vill gjarnan bæta enskukunnáttu sína og efla alþjóðleg tengsl. Eitt hefur þó ekki breyst, hann hneppir ekki skyrtunni.

Efnahagshrunið hefur leikið Grikki grátt síðustu ár en á sama tíma jókst fylgi Syriza. Tsipras hefur sakað ríkisstjórnina um að „afneita veruleikanum“ en um helmingur Grikkja 25 ára og yngri eru atvinnulausir.

Endalok evrunnar í Grikklandi?

Tsipras svarinn í embætti

Samkomulag um meirihluta í Grikklandi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert