Eiga von á 90 cm djúpum snjó

Fyrstu snjókornin sem fylgja stormi er sagður er verða „sögulegur“ féllu í New York borg í morgunsárið. Veðurfræðingar spá allt að 90 cm djúpum snjó í dag. Ljóst er að veðrið mun hafa í för með sér verulega röskun á samgöngum. 

Frétt mbl.is: Flugi ekki frestað enn

Veðurstofan gaf út viðvörun vegna veðursins í New York og nágrenni. Því er spáð að veðrið muni herja á austurströndina allt fram á miðvikudag, allt frá Pennsylvaníu til Maine.

Í frétt Reuters segir að þegar hafi yfir 2.000 flugferðum verið frestað vegna veðursins.

„Þetta gæti orðið mesti stormur í sögu þessarar borgar,“ sagði borgarstjóri New York, Bill de Blasio.

De Blasio hvatti íbúa til að vera ekki á ferli og að „búa sig undir verra veður en við höfum áður séð.“

Ríkisstjórinn Andrew Cuomo hvatti fólk til að vinna að heiman í dag þar sem neðanjarðarlestir og strætisvagnar myndu hugsanlega hætta að ganga þegar liði á daginn.

Mesti snjór sem mælst hefur í New York féll 11.-12. febrúar árið 2006. Hann mældist 68 cm djúpur. 

Stormurinn að læðast upp á austurströndinni í morgun.
Stormurinn að læðast upp á austurströndinni í morgun. AFP
Það er von á mikilli snjókomu í New York og …
Það er von á mikilli snjókomu í New York og nágrenni í dag og næstu daga. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert