Hökkuðu vef Malaysia Airlines

Ekki er vitað af hverju ráðist var á síðu fyrirtækisins.
Ekki er vitað af hverju ráðist var á síðu fyrirtækisins. AFP

Hakkarar sem kalla sig „Lizard Squad – Official Cyber Caliphate“ gerðu árás á heimasíðu Malaysia Airlines í nótt.

Þegar viðskiptavinir heimsóttu síðuna í morgun mætti þeim aðeins mynd af eðlu með hatt og pípu og skilaboðin „404 – Plane Not Found“, eða „404 – Flugvél finnst ekki“ og þá fylgdu einnig skilaboð þar sem kom fram að síðan hefði orðið fyrir barðinu á hökkurum.

Flugfélagið hefur staðfest að árás hafi verið gerð á heimasíðuna en í tilkynningu frá félaginu segir að bókanir og gögn viðskiptavina séu enn til staðar. Búið er að koma síðunni í samt lag. 

Í morgun mátti sjá textann „ISIS will prevail“, eða „Samtök íslam munu ná yfirhöndinni“ í glugga vafrans sem notaður var til að skoða síðuna.

Ekki er vitað af hverju ráðist var á síðu fyrirtækisins og hvernig hryðjuverkasamtökin tengjast árásinni.

BBC greinir frá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert