Tsipras svarinn í embætti

Alexis Tsipras er yfirleitt mjög frjálslega til fara.
Alexis Tsipras er yfirleitt mjög frjálslega til fara. EPA

Alexis Tsipras, hinn fertugi leiðtogi Syriza-flokksins, sem fór með sigur úr býtum í þingkosningunum á Grikklandi um helgina, var svarinn í embætti forsætisráðherra í dag. Hann er yngsti forsætisráðherra landsins í 150 ár.

Tsipras, sem að venju var frjálslega til fara og án bindis, fór óhefðbundna leið er hann tók embættiseiðinn. Sór hann að þjóna áfallt hagsmunum grísku þjóðarinnar. Var eiður hans af borgaralegum toga - ekki trúarlegum eins og hefð er fyrir.

Frétt mbl.is: Endalok evrunnar í uppsiglingu?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert