Bráðabirgðaskýrsla um hvarf MH370

239 manns voru um borð í vélinni sem hvarf fyrir …
239 manns voru um borð í vélinni sem hvarf fyrir tæpu ári. AFP

Bráðabirgðaskýrsla um hvarf malasísku farþegavélarinnar MH370 verður birt þann 7. mars nk., rétt tæpu ári eftir að fyrst var ljóst að hún hafði horfið af ratsjám.

Samgönguráðherra landsins, Abdul Aziz Kaprawi, vill ekki gefa upp hvort atriði skýrslunnar muni leiða í ljós nýjar staðreyndir um örlög vélarinnar.  

Skýrslan verður um fimm hundruð blaðsíður. Flugvélin hvarf 8. mars árið 2014. Um borð voru 239 manns á leið frá Kuala Lumpur í Malasíu til Peking í Kína.

Þrátt fyrir umfangsmikla leit síðastliðið ár hefur ekki verið hægt að varpa ljósi á hvarf vélarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert