24 ófundnir í sjónum

Bátar í Bangladess.
Bátar í Bangladess. EPA

Ofhlaðinn bátur sem var að ferja farandverkamenn frá Bangladess til Malasíu sökk í dag. 24 farþegar bátsins eru ófundnir.

Björgunaraðilar náðu 32 farþegum úr sjónum, en bátinum hvolfdi í um 2,5 kílómetra fjarlægð frá ströndinni. Var veður var slæmt á svæðinu þegar báturinn sökk. 

Björgunaraðgerðir standa enn yfir. Þeim sem hefur verið bjargað segja að um sextíu manns hafi verið um borð. Var fólkið á leið til Malasíu til þess að starfa þar ólöglega. 

Samkvæmt frétt AFP reyna þúsundir manna frá Bangladess að komast til Malasíu á ári hverju. Talið er að þúsundir hafi jafnframt látist á leiðinni en hún er um 3200 kílómetra löng. Er einnig talið að fjölmargir hafi orðið fórnarlömb mannsals á leiðinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert