Dieudonné fyrir dóm vegna gyðingahaturs

Franski skemmtikrafturinn Dieudonné M'bala M'bala mætti fyrir dómara í gær til að svara fyrir ummæli sem hann lét falla um Patrick Cohen, fjölmiðlamann af gyðingaættum. Dieudonné sem spáði því að Cohen myndi enda ævi sína í gasklefa gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist.

Dieudonné er yfirlýstur gyðingahatari og á hann heiðurinn af quenelle, handabendingu sem líkist öfugri nasistakveðju. Skilaboð quenelle eru sögð skýr; gyðingahatur.

Frétt mbl.is: Gyðingahatur grasserar í Frakklandi

Fyrir dómi í gær sagðist Dieudonné vera skemmtikraftur ekki sagnfræðingur. Hann krefst þess að vera sýknaður. Dómur verður kveðinn upp síðar en Dieudonné þarf hins vegar að mæta aftur fyrir dómara í næstu viku og þá fyrir töluvert alvarlegri sakir. Hann hrósaði nefnilega Amédy Coulibaly, manninum sem myrti fjóra gísla í matvörubúð í París í Frakklandi fyrr í mánuðinum.

Dieudonné á breiðan aðdáendahóp í Frakklandi sem mættu í dómhúsið í gær til að styðja við bakið á honum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert