Gassprenging við fæðingardeild

Sjö hið minnsta létu lífið í morgun í Mexíkóborg þegar gassprenging varð við fæðingardeild sjúkrahúss í borginni. Þar af fjögur börn. Óttast er að tala látinna sé mun hærri.

Fram kemur í frétt bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN að yfir 50 hafi slasast og þar af 22 börn. Átta eru alvarlega slasaðir. Talið er að margir séu innilokaðir í rústum hússins en óvíst er hversu margir.

Flutningabíll var að fylla á gasbirgðir sjúkrahússins þegar slangan rifnaði og sprenging varð. 

<blockquote class="twitter-tweet">

La <a href="https://twitter.com/PoliciaFedMx">@PoliciaFedMx</a> realiza labores de rescate y búsqueda en Hospital Materno Infantil <a href="https://twitter.com/hashtag/Cuajimalpa?src=hash">#Cuajimalpa</a> . Información al 088. <a href="http://t.co/Sn8U9Q0enP">pic.twitter.com/Sn8U9Q0enP</a>

— Enrique Galindo C (@EF_Galindo) <a href="https://twitter.com/EF_Galindo/status/560820527309139969">January 29, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>
Skjáskot af Twitter
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert