26 létust í hryðjuverkaárás

Egypskir hermenn að störfum í höfuðborginni. Mynd úr safni.
Egypskir hermenn að störfum í höfuðborginni. Mynd úr safni. EPA

Að minnsta kosti 26 létust í árásum hryðjuverkamanna við Sinai-skaga í Egyptalandi. Flestir sem létust voru hermenn. Hryðjuverkamennirnir sprengdu upp bíl og skutu eldflaugum á ákveðin skotmörk í borginni El Arish.

Samkvæmt frétt BBC áttu aðrar árásir sér stað í bænum Sheik Zuwayid og Rafah, sem er nálægt Gaza ströndinni.

Bandarísk stjórnvöld hafa fordæmt árásirnar og staðfestu að þau myndu áfram styðja egypsk stjórnvöld í tilraunum til þess að halda aftur hryðjuverkasamtökum.

Hryðjuverkasamtökin Ansar Beit al-Maqdis, sem eru bandamenn Ríkis íslams, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. 

Samtökin hafa stundað reglulega árásir í Egyptalandi síðan að Mohammed Morsi var lagður af sem forseti árið 2013. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var eldflaugum skotið á lögreglustöðvar, herstöð og herhótel í El-Arish. Stuttu síðar var bíll sprengdur upp við hlið að herstöðinni. 

Dagblaðið al-Ahram hefur sagt frá því að skrifstofa blaðsins í El-Arish, sem stóð hinu meginn við götuna við hótelið og herstöðina sé rústir einar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert