Fangar birta óviðeigandi myndir á Instagram

Fangar í breskum fangelsum hafa látið til sín taka á …
Fangar í breskum fangelsum hafa látið til sín taka á Instagram. AFP

Skortur á öryggisgæslu í breskum fangelsum hefur nú komið í ljós eftir að fangar hófu að setja myndir af eiturlyfjum, reiðufé og hættulegum vopnum inn á samfélagsmiðla. The Independent segir frá þessu.

Breska fréttastofan Channel 4 hefur nú sýnt myndir sem teknar eru af Instagram síðum fanga. Á þeim má sjá smyglvarning, hrúgur af reiðufé og meint eiturlyfjaviðskipti. Á einni mynd sést fangi haldandi á hættulegum hníf.

Fangi sem heldur úti bloggsíðu undir leyninafni sagði fréttastofunni að allt sé „fljótandi“ í eiturlyfjum inn í fangelsunum. Sagði hann jafnframt að lögreglumenn og aðrir starfsmenn fangelsisins smygla oft inn í fangelsin.  

Árið 2013 gerðu fangelsisyfirvöld í Bretlandi 7451 farsíma upptæka, þrátt fyrir að fangar sem nást með snjallsíma í fórum sínum geta átt fyrir höfði sér tveggja ára fangelsisdómi bætt við fyrri dóm. 

Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu hefur fjöldi eiturlyfja sem gerð voru upptæk í fangelsunum fjölgað verulega. 

Myndir af samfélagsmiðlum breskra fanga má sjá í frétt The Independent. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert