Hlúðu að kóalabirni með brunasár

Jeremy er nú kominn út í náttúruna á ný. Myndin …
Jeremy er nú kominn út í náttúruna á ný. Myndin tengist fréttinni ekki beint. AFP

Ungur kóalabjörn, sem hlaut brunasár í skógareldum í Ástralíu fyrr í þessum mánuði, er kominn aftur út í náttúruna. Hlúð hefur verið að honum síðustu vikur og hefur hann náð fullum bata.

Björninn hefur verið kallaður Jeremy eftir slökkviliðsmanninum Jeremy Sparrow sem kom honum til bjargar. Brenndist dýrið illa á loppunum í eldinum og hefur mynd af birninum þar sem hann sést liggja á maganum með loppurnar í vökva vakið mikla athygli.

Að sögn Aarons Machado, eins þeirra sem hefur annast Jeremy síðustu vikur, er afar mikilvægt að gæta þess að ekki kæmi sýking í sár björnsins en dýrið hefur afar veikt ónæmiskerfi.

Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá myndir af Jeremy. Brunasárin sem hann hlaut gætu vakið óhug. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert