Kveða upp dóm vegna fjöldamorðanna

Kirkjugarðurinn í Potocarion þar sem yfir sex þúsund þeirra 8 …
Kirkjugarðurinn í Potocarion þar sem yfir sex þúsund þeirra 8 þúsund fórnarlamba fjöldamorðanna í Srebrenica hvíla AFP

Stríðglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna í málefnum fyrrum Júgóslavíu mun kveða upp loka dóm í mál gegn fimm mönnum í tengslum við fjöldamorðin í Srebrenica fyrir nítján árum á næstunni. Um 8 þúsund drengir og karlmenn frá Bosníu voru drepnir á þremur dögum árið 1995.

Mennirnir voru fundnir sekir árið 2010 fyrir fjölda glæpa, til að mynda þjóðarmorð. Þeir áfrýjuðu dómnum. Mennirnir voru háttsettir í her Bosníu árið 1995. Tveir þeirra hlutu lífstíðardóm fyrir þjóðarmorð, fyrir að útrýma fólks vegna uppruna þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert