Fimm létust í eldsvoða

Horft yfir Kaupmannahöfn.
Horft yfir Kaupmannahöfn.

Fjögur ung börn og einn fullorðinn lést í eldsvoða í Nakskov í Danmörku í gær. Þetta kemur fram á vef Berlinske. Einn einstaklingur hefur verið lagður inn á sjúkrahús vegna brunasára af völdum eldsins en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er viðkomandi ekki í lífshættu.

Lögregla segir að um mikinn eld hafi verið að ræða og að hann hafi breytt svo hratt úr sér að ekki var unnt að bjarga manneskjunum fimm sem létust út af annarri hæð einbýlishússins. Maðurinn sem brenndist var sá eini sem slap út úr byggingunni.

Ekki hefur enn verið unnt að bera kennsl á hina látnu. Lögregla telur ekki að um íkveikju hafi verið að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert