Segjast hafa hálshöggvið gíslinn

Japanar hafa undanfarnar vikur mótmælt því að Goto sé enn …
Japanar hafa undanfarnar vikur mótmælt því að Goto sé enn í haldi samtakanna. AFP

Samtökin um íslamskt ríki segja í yfirlýsingu að þau hafi hálshöggvið japanska gíslinn Kenji Goto, sem verið hefur í haldi samtakanna síðan í október á síðasta ári. Gáfu samtökin í dag út myndband sem á að sýna aftökuna.

Í myndbandinu er Goto á hnjánum, klæddur í appelsínugulan galla, á meðan grímuklæddur maður stendur við hlið hans vopnaður hníf. Kennir maðurinn japönsku ríkisstjórninni um „slátrun“ Goto. Myndbandið endar á mynd sem tekin er af líkama Goto þar sem höfuðið hvílir á baki hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert