Afskrifa skuldir hinna fátækustu

Skuldir hinna fátækustu verða afskrifaðar í Króatíu á morgun.
Skuldir hinna fátækustu verða afskrifaðar í Króatíu á morgun. AFP

Þúsundir fátæks fólks í Króatíu munu á morgun hljóta óvenjulega gjöf frá ríkisstjórn landsins þar sem skuldir þeirra verða afskrifaðar. Verkefninu, sem yfirvöld kalla „nýtt upphaf,“ er ætlað að hjálpa einhverjum þeirra 317 þúsund Króata sem hafa þurft að sæta lokun á bankareikningum sínum sökum skulda.

Íbúar Króatíu telja aðeins 4,4 milljónir og því er hlutfall skuldugra töluvert. Hefur í raun verið mikill halli á efnahag landsins og eru hagvaxtarspár lágar í landinu fyrir þetta ár.

„Við teljum að þetta úrræði muni gagnast um 60 þúsund manns,“ segir aðstoðarforsætisráðherra landsins, Milanka Opacic, í samtali við fréttastofu Reuters. „Þeir munu fá kost á nýju upphafi án nokkurrar skuldabyrðar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert