„Faðir pillunnar“ látinn

Dr. Carl Djerassi
Dr. Carl Djerassi Af vef Wikipedia

Dr. Carl Djerassi, einnig þekktur sem „faðir pillunnar“, lést á föstudag, 91 árs að aldri. Djerassi var mikilsmetinn efnafræðingur sem fyrir 63 árum myndaði hormón sem breytti heiminum, því það reyndist lykillinn að því að búa til getnaðarvörnina sem í daglegu tali er kölluð pillan.

Djerassi var gyðingur frá Austurríki og kom til Bandaríkjanna 16 ára að aldri, þegar Evrópa var í greipum seinni heimsstyrjaldarinnar. Við komuna töpuðu hann og móðir hans síðasta peningnum sínum, tuttugu bandaríkjadölum, í hendur leigubílstjóra sem svindlaði á þeim. Skrifaði hann þá bréf til Eleanor Roosevelt forsetafrúar sem útvegaði honum styrk til skólagöngu.

Djerassi skrifaði bækur leikrit og meira en 1.200 fræðigreinar. Hann kenndi við háskóla í fimm áratugi og fékk einkaleyfið á fyrsta antihistamíninu. Það var þó vinna hans við getnaðarvarnir sem gerði hann frægan enda fylgdu pillunni miklar samfélags- og efnahagslegar breytingar á Vesturlöndum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert