Millistéttin kaffisjúk

Kaffihúsum hefur fjölgað gríðarlega í Búrma þar sem millistéttin í landinu hefur tekið ástfóstri við kaffidrykki. Mörgum þykir þó sopinn heldur dýr og eru tvö hundruð króna mjólkurdrykkir ekki allra, enda mikil fátækt í landinu.

Töluvert hefur fjölgað í millistétt Búrma og eru þeir sem tilheyra henni tilbúnir að greiða meira fyrir sopann og jafnvel þráðlaust net ef því er að skipta. Tehúsin hafa hins vegar enn vinninginn en tedrykkja er almenn í landinu. „Þetta er dýrt fyrir venjulegt fólk, tíu sinnum dýrara en á tehúsunum,“ segir Ko Phyo, einn þeirra sem taka te framyfir kaffi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert